Formúla 1

Renault ekki refsað fyrir njósnahneykslið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Flavio Briatore mætir í höfuðstöðvar FIA í dag.
Flavio Briatore mætir í höfuðstöðvar FIA í dag. Nordic Photos / AFP

Renault var í dag fundið sekt um að brjóta reglur Formúlu 1-mótaröðinnar vegna nýjasta njósnahneykslins en Alþjóða aksturssambandið (FIA) ákvað að refsa liðinu ekki.

Renault var fundið sekt um að vera með upplýsingar frá McLaren liðinu í sínum fórum. Þrátt fyrir það var liðinu ekki refsað en FIA mun birta úrskurð sinn á morgun.

Nú er talið að ekkert hindri það að Fernando Alonso gangi til liðs við Renault. Hann er án liðs eftir að hann hætti hjá McLaren á haustmánuðunum en talið er að hann hafi verið að bíða eftir niðurstöðu í þessu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×