Fótbolti

Scolari: Ronaldinho búinn að toppa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldinho þarf að ákveða framtíð sína, segir Scolari.
Ronaldinho þarf að ákveða framtíð sína, segir Scolari. Nordic Photos / AFP

Luis Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho sé búinn að toppa og að hann nái ekki fyrra formi aftur.

Ronaldinho var valinn besti leikmaður ársins af FIFA tvö ár í röð, 2004 og 2005, en hann hefur átt fremur erfitt uppdráttar að undanförnu.

Scolari segir að hann viriðst ekki lengur hamingjusamur og hann verði að ákveða framtíð sína sem allra fyrst.

„Hann hefur náð sínu besta fram sem leikmaður. Hann var frábær árin 2004 og 2005 en hann náði sér ekki jafn vel á strik á síðast ári. Það er alveg ljóst að enginn leikmaður geti verið sá besti í tíu ár í röð. Hann verður aldrei sami leikmaður og stuðningsmenn Barcelona vilji að hann verði."

Scolari segir enn fremur að væntingarnar séu einfaldlega of miklar fyrir hann. „Mér finnst að hann standi sig vel í dag en það er langt síðan það virtist sem svo að hann nyti sín á vellinum. Hann þarf að ákveða sig hvort hann vilji vera áfram hjá Barcelona eða prófa að fara til Chelsea."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×