Formúla 1

Úrskurðað í máli Hamilton á morgun

NordicPhotos/GettyImages

Á morgun kemur í ljós hvort Lewis Hamilton verður úrskurðaður heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, þegar tilkynnt verður um niðurstöðu áfrýjunar McLaren liðsins.

Kimi Raikkönen hjá Ferrari varð heimsmeistari eftir æsilega lokakeppni í Brasilíu um daginn, en forráðamenn McLaren vildu meina að Hamilton hefði átt að ná í nógu mörg stig til að verða heimsmeistari eftir að þeim þótti sýnt að tveir af andstæðingum þeirra hefðu brotið lög um hitastig á eldsneyti í bifreiðum sínum í lokamótinu.

Lögmaður Ferrari segir að það yrði svartur blettur á íþróttina ef úrslit mótsins ættu eftir að ráðast í réttarsal, en forráðamenn McLaren eru staðráðnir í að færa Lewis Hamilton meistaratitilinn þó hann hafi sjálfur lýst því yfir að það yrði ekki sérlega skemmtilegt ef það gerðist með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×