Formúla 1

Höfuðstöðvar McLaren rannsakaðar

NordicPhotos/GettyImages

Teymi sjálfstæðra tæknisérfræðinga hefur nú heimsótt höfuðstöðvar McLaren liðsins í Formúlu 1 á Englandi þar sem því var gert að fara yfir hönnun liðsins fyrir næsta tímabil.

Markmið hópsins er að ganga úr skugga um að McLaren sé ekki að nota hugmyndir sem mögulega gætu verið stolnar frá liðið Ferrari eftir njósnaskandalinn í sumar.

McLaren liðið var sektað um 100 milljónir dollara fyrir aðild sína að málinu og niðurstöðum úr heimsókn sérfræðinganna er að vænta í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×