Fótbolti

Real Madrid valtaði yfir Valencia

Ruud Van Nistelrooy skoraði tvö í kvöld
Ruud Van Nistelrooy skoraði tvö í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Real Madrid styrkti stöðu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með því að rótbursta Valencia 5-1 á útivelli í kvöld þegar nokkrir leikir voru á dagskrá.

Heimamenn sáu aldrei til sólar í leiknum eftir að Raul kom Real yfir eftir um 40 sekúndur. Gestirnir voru ekki hættir og sölluðu þremur mörkum á heimamenn á 12 mínútna kafla frá 25. til 37. mínútu og staðan var því 4-0 í hálfleik. Angulo minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks en það var svo Robinho sem fullkomnaði niðurlægingu heimamanna. Ruud Van Nistelrooy skoraði tvö mörk í leiknum og varnarmaðurinn Sergio Ramos setti eitt.

Úrslitin í kvöld:

Almeria 0 - Zaragoza 1

Recreativo 0 - Racing 0

Deportivo 1 - Mallorca 1

Villarreal 3 - Levante 0

Getafe 2 - Bilbao 0

Betis 0 - Osasuna 3

Real Madrid er á toppnum með 25 stig, Villarreal hefur 21 stig og Barcelona 20 en á leik til góða. Valencia hefur 18 stig í fjórða sætinu og Atletico, Espanyol og Zaragoza hafaf 17 stig. 

Leikur Atletico og Sevilla var á dagskrá seinna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×