Fótbolti

Eiður kom við sögu í sigri Barcelona

Leo Messi og Eiður Smári fagna sigurmarki þess fyrrnefnda í kvöld
Leo Messi og Eiður Smári fagna sigurmarki þess fyrrnefnda í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Barcelona vann í kvöld 2-0 sigur á nýliðum Almeiría og skaust fyrir vikið í annað sæti deildarinnar. Thierry Henry kom Börsungum yfir í leiknum og varamaðurinn Leo Messi innsiglaði sigurinn úr vítaspyrnu þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður eftir klukkutíma leik hjá Barcelona.

Real Madrid vann 3-1 sigur á Deportivo á heimavelli eftir að hafa lent undir 1-0. Ruud van Nistelrooy jafnaði metin úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur, en það var ekki fyrr en á 79. mínútu sem Real komst yfir. Þar var að verki gulldrengurinn Raul sem kom inn sem varamaður, en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Real á þessum degi fyrir sléttum 13 árum síðan. Það var svo hinn brasilíski Robinho sem tryggði sigurinn með marki í lokin.

Real er á toppnum með 22 stig eftir 9 leiki, 2 stigum meira en Barcelona. Valencia er svo í þriðja sætinu með 18 stig eftir tap gegn Sevilla í kvöldleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×