Skoðun

Eddutilnefningar 2007: Leikkona eða leikari ársins í aukahlutverki

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Björn Ingi Hilmarsson
Björn Ingi leikur samkynhneigðan bónda og glímumann í afskekktri sveit í stuttmyndinni BRÆÐRABYLTU. Hann á í leynilegu ástarsambandi við annan bónda í sveitinni. Björn Ingi hefur leikið í fjölda leikverka, sjónvarpsmynda og í kvikmyndum meðal annars No such thing, Sigla himinfley, Djöflaeyjunni og Inguló.

Gunnur Martinsdóttir Schlüter
Fyrir leik sinn sem Eyja í kvikmyndinni VEÐRAMÓTUM. Eyja hefur verið misnotuð en líður ljómandi vel á Veðramótum. Þetta er frumraun Gunnar á hvíta tjaldinu, en hún er dóttir Ásdísar Thoroddsen leikstjóra. Gunnur var virkur félagi í leikfélagi Menntaskólans í Hamrahlíð.

Jörundur Ragnarsson
Jörundur er tilnefndur fyrir hlutverk sitt sem hinn misþroska Sammi í VEÐRAMÓTUM. Jörundur hefur meðal annars leikið í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann lék einnig í kvikmyndinni Astrópíu og er einn leikara í gamanþáttaröðinni Næturvaktinni á Stöð 2.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
Lilja er tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem Ásta í kvikmyndinni KALDRI SLÓÐ. Ásta er matselja í virkjuninni í sveitinni en foreldrar hennar fluttu burt þar sem jörðin fór undir vatn. Starfsmenn virkjunarinnar eru nokkurs konar fjölskylda Ástu. Lilja Guðrún hefur leikið fjölda hlutverka í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum. Meðal annars í Dansinum, Börnum, Foreldrum, Skýjahöllinni og Áramótaskaupum.

Þorsteinn Bachmann
Þorsteinn er tilnefndur fyrir hlutverk sitt sem Þorkell lögreglumaður í kvikmyndinni VEÐRAMÓTUM. Þorsteinn er óbótamaður og stjúpfaðir einnar stúlkunnar sem fer á Veðramót. Þorsteinn var um tíma leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hann hefur leikið í fjölda verka í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum meðal annars í myndunum Blóðbönd, Strákarnir okkar, Maður eins og ég, Íslenski draumurinn og Úr öskunni í eldinn.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×