Skoðun

Eddutilnefningar 2007: Leikari ársins í aðalhlutverki

Á síðasta ári voru veitt ein verðlaun fyrir kven-og karlleikara í aðalhlutverki. Fjórum sinnum hafa flokkarnir verið sameinaðir á þennan hátt, fyrst árið 1999 og svo frá árunum 2004-2006.

Gunnar Hansson
Gunnar er tilnefndur fyrir hlutverk sitt sem hinn misheppnaði sjónvarpsmaður Frímann Gunnarsson í sjónvarpsþáttaröðinni Sigtið án Frímanns Gunnarssonar. Gunnar hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, meðal annars Áramótaskaupum, Foreldrum, Bjólfskviðu og Íkingut.

Ingvar E. Sigurðsson
Ingvar í hlutverki sínu í Börn og Foreldrar.
Ingvar er tilnefndur fyrir hlutverk sitt sem fjölskyldufaðirinn og tannlæknirinn Óskar Steinn í FORELDRUM sem hefur verið giftur í fimm ár og býr með konu sinni og fimm ættleiddum börnum. Ingvar hefur leikið í tugum sjónvarps- og kvikmynda, bæði innanlands og utan meðal annarra Mýrinni, Börnum, Englum alheimsins, Djöflaeyjunni, Fálkum og K-19.



Pétur Jóhann Sigfússon
Pétur Jóhann er tilnefndur fyrir hlutverk sitt sem Ólafur Ragnar, starfsmaður á lítilli bensínstöð á Laugaveginum sem á afar auðvelt með að koma sér í klandur. Frá árinu 2000 hefur Pétur meðal annars leikið í 70 mínútum, Perlum og svínum, Stelpunum, Strákunum, Áramótaskaupi og Astrópíu.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×