Skoðun

Eddutilnefningar 2007: Leikkona ársins í aðalhlutverki

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Þrjár konur eru tilnefndar í flokknum Leikkona ársins í aðalhlutverki. Á síðasta ári voru ein verðlaun veitt fyrir leikkonu og leikara í aðalhlutverki. Árið þar á undan var það Ilmur Kristjánsdóttir sem hreppti verðlaunin í þeim flokki

Hera Hilmarsdóttir
Hera er tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem Dísa í VEÐRAMÓT. Dísa er fórnarlamb kynferðisofbeldis og vanrækslu á vistheimili fyrir vandræðaunglinga.

Hera er ekki ókunnug kvikmyndagerð því faðir hennar er Hilmar Oddsson leikstjóri. Hún hefur áður leikið í myndum hans Sporlaust og Tár úr steini.

Nanna Kristín Magnúsdóttir
Nanna er tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem Katrín Rós í kvikmyndinni FORELDRAR.

Nanna er einnig tilnefnd sem einn handritahöfunda myndarinnar. Hún hefur leikið í fjölda verka, bæði hjá Þjóðleikhúsinu og Sjónvarpinu auk þess að leika meðal annars í kvikmyndunum Villiljós, Fíaskó og Sporlaust.

Tinna Hrafnsdóttir
Tinna Hrafnsdóttir er tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem hippinn Selma í kvikmyndinni VEÐRAMÓT. Selma ætlar að umbreyta vistheimili fyrir vandræðaunglinga ásamt kærasta sínum og vini.

Þrátt fyrir að vera dóttir Hrafns Gunnlaugssonar leikstjóra er þetta frumraun Tinnu á hvíta tjaldinu. Tinna hefur leikið í ýmsum leikritum, útvarpsleikhúsi og lesið inn á auglýsingar og þætti.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×