Fótbolti

Eiður: Ég vinn Rijkaard á mitt band

Eiður er ekki búinn að segja sitt síðasta hjá Barcelona
Eiður er ekki búinn að segja sitt síðasta hjá Barcelona AFP

Eiður Smári Guðjohnsen segist bjartsýnn á að geta unnið sig aftur inn í náðina hjá Frank Rijkaard þjálfara Barcelona eftir að meiðsli í herbúðum liðsins færðu honum óvænt tækifæri á dögunum.

"Ég vona að ég geti breytt skoðunum Rijkaard og unnið hann á mitt band. Þegar ég kemst í mitt besta leikform, veit ég að ég mun nýtast liðinu vel og sýna meira en ég gerði í Glasgow. Ég er búinn að ná mér að fullu af meiðslunum og er tilbúinn að nýta þau tækifæri sem ég fæ," sagði Eiður í samtali við spænska fjölmiðla.

Hann tjáði sig líka um yfirlýsingar Txiki Begiristain í sumar þar sem hann hélt því fram að dagar Eiðs hjá félaginu væru taldir.

"Ég er enn hérna og vil ekki fara. Það er enn langt fram í janúar og það eina sem ég er að horfa á er næsti leikur. Txiki sagði sína skoðun í sumar en það getur vel verið að hún sé önnur í dag af því hlutirnir breytast fljótt í boltanum. Ég er mjög jákvæður maður og vel undirbúinn og nú vil ég barra fá að spila," sagði Eiður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×