Fótbolti

Eiður Smári: Ég vil ekki fara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári fagnar marki sínu gegn Liverpool í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.
Eiður Smári fagnar marki sínu gegn Liverpool í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Nordic Photos / AFP

Eiður Smári Guðjohnsen sagði í viðtali við spænska fjölmiðla í kvöld að hann hefði engan áhuga á að fara frá Barcelona.

„Ég verð áfram hér, ég hef engan áhuga á því að fara," sagði Eiður Smári.

Hann hefur þrálátlega verið orðaður við félög víða um Evrópu og var talið víst að hann myndi fara þegar félagaskiptaglugginn opnaði á ný um næstu áramót. En þá kom hann óvænt inn í byrjunarlið Börsunga gegn Glasgow Rangers í Meistaradeildinni í vikunni og stóð sig feykivel.

„Það er enn langt í janúar og vonast ég til að sannfæra Frank Rijkaard um að skipta um skoðun. Ég veit að ég get sýnt meira en ég gerði í Glasgow. Ég get gefið meira af mér."

„Ég hef nú náð mér fyllilega af meiðslum mínum og er tilbúinn í allt. Ég er afar jákvæð persóna og undirbúinn fyrir hvað sem er. En það eina sem ég vil fá að gera nú er að spila fótbolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×