Skoðun

Eddutilnefningar 2007: Stuttmynd ársins

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
ANNA
Ung stúlka með tourette einkenni hyggst bjóða pilti í kaffi en lendir í miklum vandræðum. Catherine Baldwin og Hilmir Snær Guðnason fara með hlutverk í myndinni.

Leikstjóri - Helena Stefánsdóttir.

Framleiðandi - Arnar Steinn Friðbjarnarson. Framleiðslufyrirtæki - Undraland kvikmyndir ehf.

BRÆÐRABYLTA
Tveir samkynhneigðir bændur og glímumenn í afskekktri sveit sem eiga í leynilegu ástarsambandi. Halldór Gylfason og Björn Ingi Hilmarsson leika aðalhlutverk.

Leikstjóri og framleiðandi - Grímur Hákonarson. Framleiðslufyrirtæki - Hark ehf.

SKRÖLTORMAR
Miðaldra maður sem vinnur á bílasölu fær einn daginn þá flugu í höfuðið að kaupa sér kúrekastígvél. Sú hugdetta á eftir að draga dilk á eftir sér. Jóhann Sigurðarson leikur aðalhlutverk, en Rúnar Júlíusson kemur fram í myndinni.

Leikstjóri - Hafsteinn G. Sigurðsson

Framleiðendur - Davíð Óskar Ólafsson, Árni Filippusson, Hreinn Beck og Hafsteinn G. Sigurðsson. Framleiðslufyrirtæki - Mystery Island ehf.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×