Formúla 1

Jafnrétti skal tryggt hjá McLaren

Hamilton og Alonso aka til þrautar í Brasilíu um aðra helgi
Hamilton og Alonso aka til þrautar í Brasilíu um aðra helgi NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Formúlu 1 hafa ákveðið að senda sérstakan fulltrúa á lokamótið í Brasilíu þann 21. október og verður honum fengið að sjá til þess að ekki verði gert upp á milli þeirra Fernando Alonso og Lewis Hamilton.

Forráðamenn McLaren hafa þegar lýst því yfir að ekki verði gert upp á milli ökuþóranna tveggja, en Hamilton hefur fjögurra stiga forskot á heimsmeistarann fyrir lokakeppnina. Alonso hefur einangrast mikið hjá liðinu í haust og sagt er að samband hans við Ron Dennis liðsstjóra sé í rúst.

Þessi ákvörðun var tekin eftir að spænska akstursíþróttasambandið setti sig í samband við forseta Alþjóða Akstursíþróttasambandsins (FIA), Max Mosley, og lýsti yfir áhyggjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×