Formúla 1

Við fáum báðir tækifæri

Þessir tveir munu væntanlega berjast hatrammlega í Brasilíu
Þessir tveir munu væntanlega berjast hatrammlega í Brasilíu NordicPhotos/GettyImages

Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist viss um að McLaren liðið muni gefa sér og félaga sínum Lewis Hamilton sama tækifæri til að hampa titlinum þegar úrslitin ráðast í Brasilíukappakstrinum í Formúlu 1 21. október nk.

Spánverjinn er fjórum stigum á eftir Hamilton fyrir síðustu keppnina en hann hefur gagnrýnt lið sitt harðlega á fyrsta árinu sínu og sagði á tímabili að forráðamenn McLaren vildu frekar að "heimamaðurinn" Hamilton yrði meistari á jómfrúartímabilinu sínu - nokkuð sem engum ökumanni hefur tekist í sögunni.

"Ég er viss um að við fáum báðir tækfiæri til að vinna og að okkur verði báðum gert jafn hátt undir höfði. Ég á ekki von á öðru en að bílarnir verði nákvæmlega eins og að við fáum sama sénsinn," sagði Alonso.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×