Fótbolti

Uefa tekur Dida inn á teppi

Dida lét bera sig af velli eftir léttan kinnhest
Dida lét bera sig af velli eftir léttan kinnhest AFP

Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið til rannsóknar meint agabrot markvarðarins Dida hjá AC Milan eftir að honum var skipt af velli í leik liðsins gegn Glasgow Celtic í síðustu viku.

Áhorfandi hljóp þá inn á völlinn og blakaði höndinni að markverðinum, sem henti sér í jörðina og gerði sér upp meiðsli. Hann var borinn af velli á börum og vöktu þessi leikrænu tilþrif hans mikla reiði Skota í kjölfarið.

Nokkrir leikmanna ítalska liðsins gagnrýndu líka tilþrif markvarðarins en sögðust þó standa við bakið á honum í málinu.

Mál Dida verður tekið fyrir á fimmtudaginn og í tilkynningu frá sambandinu segir að atvikið hafi verið rannsakað sérstaklega þar sem agareglur sambandsins segi skýrt að "leikmenn sem og aðrir verði að hegða sér í samræmi við reglur og venjur sem heyra til íþróttamennsku og heiðarleika." 

Þá verður mál skoska áhorfandans einnig tekið fyrir á fimmtudaginn þar sem Celtic gæti átt yfir höfði sér heimavallarbann eða háa sekt vegna málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×