Youtube-myndband gæti orðið Hamilton að falli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2007 09:35 Lewis Hamilton á æfingu í Kína í morgun. Nordic Photos / Getty Images Hafi tímabilið í Formúlu 1 ekki verið nógu skrautlegt fyrir gæti nú verið að þau stig sem Lewis Hamilton vann í síðustu keppni verði dæmd af honum vegna myndbands á youtube. Mikil rigning var í Japan um helgina þegar Formúlu 1-keppnin fór þar fram. Af þeim sökum var brautin gríðarlega sleip og skyggni afar slæmt. Öryggisbíllinn var ótt og títt kallaður út. Þjóðverjinn Sebastian Vettell á Toro Rosso var óvænt í þriðja sæti keppninnar þegar öryggisbíllinn var einu sinni sem oftar kallaður út. Mark Webber, ökuþór Red Bull, var í öðru sæti og Hamilton í því fyrsta. Þegar öryggisbíllinn er úti er bannað að taka fram úr öðrum bílum. Ökumenn þurfa því að fylgjast vel með bílunum fyrir framan sig. Eins og sést á myndbandinu gefur Hamilton í og fer út í hægri vegakantinn þegar öryggisbíllinn er að koma að krappri vinstri beygju. Hamilton hægir svo skyndilega á sér og Webber, sem hélt sömu línu og öryggisbíllinn, hægir líka á sér til að taka ekki fram úr Hamilton. Vettell hefur lýst því þannig að ökulag Hamilton hafi truflað einbeitingu sína og Vettell hafnaði aftan á bíl Webber. Webber hefur gagnrýnt Hamilton harkalega fyrir ökulag sitt. Hann sagði að lýsa mætti ökulagi hans í einu orði, „shit“. Hamilton vann keppnina og fékk tíu stig fyrir. Forysta hans í stigakeppni ökuþóra er tólf stig og getur hann tryggt sér titilinn í næstsíðustu keppni ársins sem fer fram í Kína um helgina. Alþjóða aksturssambandið, FIA, fundar nú í dag til að ákveða hvort að dæma eigi stigin af Hamilton og er ofangreint myndband talið vera eitt helsta sönnunargagnið í því máli. Reglur kveða á um að fremsti bíll verði að vera að minnsta kosti fimm bílalengdir frá öryggisbílnum. Hamilton braut klárlega þessa reglu en hann hefur sagt að Webber hefði pressað mikið á sig. Formúla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Hafi tímabilið í Formúlu 1 ekki verið nógu skrautlegt fyrir gæti nú verið að þau stig sem Lewis Hamilton vann í síðustu keppni verði dæmd af honum vegna myndbands á youtube. Mikil rigning var í Japan um helgina þegar Formúlu 1-keppnin fór þar fram. Af þeim sökum var brautin gríðarlega sleip og skyggni afar slæmt. Öryggisbíllinn var ótt og títt kallaður út. Þjóðverjinn Sebastian Vettell á Toro Rosso var óvænt í þriðja sæti keppninnar þegar öryggisbíllinn var einu sinni sem oftar kallaður út. Mark Webber, ökuþór Red Bull, var í öðru sæti og Hamilton í því fyrsta. Þegar öryggisbíllinn er úti er bannað að taka fram úr öðrum bílum. Ökumenn þurfa því að fylgjast vel með bílunum fyrir framan sig. Eins og sést á myndbandinu gefur Hamilton í og fer út í hægri vegakantinn þegar öryggisbíllinn er að koma að krappri vinstri beygju. Hamilton hægir svo skyndilega á sér og Webber, sem hélt sömu línu og öryggisbíllinn, hægir líka á sér til að taka ekki fram úr Hamilton. Vettell hefur lýst því þannig að ökulag Hamilton hafi truflað einbeitingu sína og Vettell hafnaði aftan á bíl Webber. Webber hefur gagnrýnt Hamilton harkalega fyrir ökulag sitt. Hann sagði að lýsa mætti ökulagi hans í einu orði, „shit“. Hamilton vann keppnina og fékk tíu stig fyrir. Forysta hans í stigakeppni ökuþóra er tólf stig og getur hann tryggt sér titilinn í næstsíðustu keppni ársins sem fer fram í Kína um helgina. Alþjóða aksturssambandið, FIA, fundar nú í dag til að ákveða hvort að dæma eigi stigin af Hamilton og er ofangreint myndband talið vera eitt helsta sönnunargagnið í því máli. Reglur kveða á um að fremsti bíll verði að vera að minnsta kosti fimm bílalengdir frá öryggisbílnum. Hamilton braut klárlega þessa reglu en hann hefur sagt að Webber hefði pressað mikið á sig.
Formúla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira