Lækka skatta á fólk og fyrirtæki 3. október 2007 12:15 Ríkisstjórnin hyggst lækka skatta á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkvöldi. Persónuafslátturinn verður hækkaður og almannatryggingar endurskoðaðar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Stjórnarandstaðan sagði ræðuna flata. Forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni að flest benti til að þensla síðustu ára væri á undanhaldi og stöðugleiki framundan. Hann sagði mikilvægt að fyrirtækin sæju sér hag í að vera með höfuðstöðvar á Íslandi og benti á harðnandi samkeppni um öflugustu fyrirtækin og bestu starfsmennina.Afgangur ríkissjóðs skapar svigrúm til þessara skattalækkana, sagði Geir og tæpti síðan á mörgum þeirra verkefna sem ríkisstjórnin hyggst einbeita sér að, uppbyggingu í þágu barna og ungmenna, leiðréttingu á kynbundnum launamun og meiri samkeppni á lyfjamarkaði svo fátt eitt sé nefnt.Að stefnuræðu lokinni tók Steingrímur J. Sigúfsson, formaður Vinstri grænna, til máls. Steingrímur gagnrýndi ýmislegt í ræðu Geirs, meðal annars að ekki ætti að hækka persónuafsláttinn nema um 4,8% - sem muni ekki halda í við launaþróun.Þá steig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, í pontu og sagði stjórnina þegar á fjórum mánuðum hafa komið fjölmörgu í verk.Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði hagstjórnina nú alla í höndum Seðlabankans og telur sig skynja sundurlyndi hjá ríkisstjórninni.Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi mótvægisaðgerðirnar harðlega, Hafró-menn séu í enn einu svartsýniskastinu og aðgerðir sjávarútvegsráðherra vegi að grunni byggðar í landinu. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst lækka skatta á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkvöldi. Persónuafslátturinn verður hækkaður og almannatryggingar endurskoðaðar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Stjórnarandstaðan sagði ræðuna flata. Forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni að flest benti til að þensla síðustu ára væri á undanhaldi og stöðugleiki framundan. Hann sagði mikilvægt að fyrirtækin sæju sér hag í að vera með höfuðstöðvar á Íslandi og benti á harðnandi samkeppni um öflugustu fyrirtækin og bestu starfsmennina.Afgangur ríkissjóðs skapar svigrúm til þessara skattalækkana, sagði Geir og tæpti síðan á mörgum þeirra verkefna sem ríkisstjórnin hyggst einbeita sér að, uppbyggingu í þágu barna og ungmenna, leiðréttingu á kynbundnum launamun og meiri samkeppni á lyfjamarkaði svo fátt eitt sé nefnt.Að stefnuræðu lokinni tók Steingrímur J. Sigúfsson, formaður Vinstri grænna, til máls. Steingrímur gagnrýndi ýmislegt í ræðu Geirs, meðal annars að ekki ætti að hækka persónuafsláttinn nema um 4,8% - sem muni ekki halda í við launaþróun.Þá steig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, í pontu og sagði stjórnina þegar á fjórum mánuðum hafa komið fjölmörgu í verk.Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði hagstjórnina nú alla í höndum Seðlabankans og telur sig skynja sundurlyndi hjá ríkisstjórninni.Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi mótvægisaðgerðirnar harðlega, Hafró-menn séu í enn einu svartsýniskastinu og aðgerðir sjávarútvegsráðherra vegi að grunni byggðar í landinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira