Fótbolti

Rooney tryggði United sigur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik Manchester United og Roma.
Úr leik Manchester United og Roma.

Manchester United vann 1-0 sigur á Roma í Meistaradeild Evrópu í kvöld og skaust á toppinn í sínum riðli. Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins með skoti sem fór í stöngina og inn á 71. mínútu.

Óvæntustu úrslit kvöldsins urðu í Frakklandi þar sem Lyon tapaði óvænt 0-3 fyrir skoska liðinu Glasgow Rangers. Robin van Persie var hetja Arsenal sem sótti þrjú stig til Rúmeníu.

Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum þegar Barcelona vann 2-0 útisigur gegn Stuttgart.

Úrslit kvöldsins:

E-riðill

Lyon - Rangers 0-3

0-1 Lee McCulloch (24.)

0-2 Daniel Cousin (49.)

0-3 Demarcus Beasly (54.)

Stuttgart - Barcelona 0-2

0-1 Carles Puyol (54.)

0-2 Lionel Messi (68.)

F-riðill

Dynamo Kiev - Sporting Lissabon 1-2

0-1 Tonel (16.)

1-1 Vladislav Vashchuk (30.)

1-2 Anderson Polga (40.)

Manchester United - Roma 1-0

1-0 Wayne Rooney (71.)

G-riðill

CSKA Moskva - Fenerbache 2-2

0-1 Alex (10.)

1-1 Milos Krasic (50.)

2-1 Vágne Love (54.)

2-2 Deivid (86.)

Inter - PSV Eindhoven 2-0

1-0 Zlatan Ibrahimovic (16.)

2-0 Zlatan Ibrahimovic (32.)

H-riðill

Sevilla - Slavia Prag 4-2

1-0 Fréderic Kanoute (9.)

2-0 Luis Fabiano (28.)

3-1 Julien Escudé (59.)

4-1 Aroune Koné (70.)

4-2 David Kalivoda (93.)

Steaua Búkarest - Arsenal 0-1

0-1 Robin van Persie (77.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×