Fótbolti

Morientes spáir Chelsea vandræðum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Morientes fagnar marki sínu gegn Chelsea á Mestalla í fyrra ásamt David Villa.
Morientes fagnar marki sínu gegn Chelsea á Mestalla í fyrra ásamt David Villa. Nordic Photos / AFP

Valencia vill hefna fyrir tapið fyrir Chelsea í Meistaradeildinni í vor en liðin mætast í B-riðli annað kvöld.

Fernando Morientes, leikmaður Valencia, telur að Chelsea muni lenda í vandræðum í leiknum, sérstaklega ef John Terry verður ekki með.

„Við getum unnið fleiri bolta í loftinu ef Terry verður ekki með. Við munum reyna að færa okkur veikleika Chelsea í nyt en þeir munu að gera það sama og verðum við að gæta okkar.“

En Morientes, sem hefur fjórum sinnum leikið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, telur að vandræði Chelsea séu ekki einskoruð við varnarleik liðsins.

„Jose Mourinho er farinn og það hlýtur að hafa mikil áhrif á liðið. Það mun taka tíma fyrir nýjan þjálfara að koma sínum hugmyndum á framfæri. Við munum ekki eingöngu stóla á vandræði Chelsea, þeir eru enn með marga góða einstaklinga í sínu liði. Þetta er þó ekki sama lið og það hefur verið undanfarin ár.“

Valencia hefur unnið síðustu fimm leiki sína á Spáni og er í feiknargóðu formi þessa stundina.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×