Ekkert óðagot á Valsmönnum 26. september 2007 13:50 Óskar Bjarni og hans menn örvænta ekki þó liðið hafi ekki fundið taktinn í byrjun móts Mynd/Eyþór "Það er enginn draumur að byrja svona og við verðum bara að fara að hala inn stig - það er það eina sem dugir," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í samtali við Vísi í dag. Hans menn hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í N1-deildinni það sem af er vetri - einum færra en alla síðustu leiktíð. "Ég held að við förum að taka okkur saman í andlitinu og vinna leiki, en þetta er búið að vera hálf erfitt hjá okkur. Vissulega hefur það alltaf einhver áhrif að við misstum sterka leikmenn fyrir tímabilið, en við vissum af því í ágúst og notum það ekki sem afsökun. Það er undir okkur þjálfurunum og leikmönnunum komið að ná því besta fram í liðinu," sagði Óskar. Hann segir undirbúninginn hafa verið erfiðan hjá liðinu í sumar. "Undirbúningurinn var nokkuð erfiður hjá okkur í sumar þar sem mikið af leikmönnum áttu við smávægileg meiðsli að stríða og svo var þessi óvissa með Sigfús. Annars vil ég meina að margir af okkar leikmönnum eigi helling inni. Við eigum inni sóknarlega, markverðirnir eiga inni og svo hafa hraðaupphlaupin ekki verið að ganga nógu vel hjá okkur. Ég taldi okkur vera á réttri leið með þetta en þetta er greinilega ekki orðið nógu gott enn." Valsmenn hafa nú tapað þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni eftir að hafa aðeins tapað fjórum leikjum alla síðustu leiktíð. Óskar hefur ekki stórar áhyggjur af byrjuninni en segir þó að liðið þurfi greinilega að athuga sinn gang.Hlakkar til að mæta GummersbachValsmenn töpuðu fyrir Aftureldingu á heimavelli í gærMynd/Eyþór"Við þurfum bara að fara að gera hlutina betur. Ég hélt að þetta kæmi fyrr hjá okkur en það hefur ekki gerst. Sem betur fer er þetta langt mót og fjórföld umferð svo við þurfum ekkert að fara í panikk, en við þurfum greinilega að bæta okkur. Við höfum átt ágæta spretti í þessum þremur leikjum og eigum að vera með stig, en það þýðir ekkert að tala um það.Ég er nú þannig að ég lít alltaf í eigin barm og ég á auðvitað stærstan hluta af þessu sem þjálfari liðsins. Ég er langt frá því að vera ánægður og þarf að reyna að fá meira út úr liðinu." Óskar segist mjög ánægður með nýja heimavöllinn og fagnar því að fá stórleikinn við Gummersbach í Evrópukeppninni á föstudaginn. "Það er mjög gott að hrista aðeins upp í þessu og fá þetta skemmtilega verkefni. Það er um að gera að fylla kofann á þessum leik og búa til góða stemmingu og ef menn geta ekki haft gaman af því að spila við stórlið eins og þetta verða þeir að finna sér eitthvað annað að gera.Við höfum ekki byrjað vel á nýja heimavellinum en stelpurnar byrja vel þarna og ég held að þetta verði ljónagryfja í framtíðinni. Það er frábært fyrir strákana að spila þarna," sagði Óskar. Olís-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
"Það er enginn draumur að byrja svona og við verðum bara að fara að hala inn stig - það er það eina sem dugir," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í samtali við Vísi í dag. Hans menn hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í N1-deildinni það sem af er vetri - einum færra en alla síðustu leiktíð. "Ég held að við förum að taka okkur saman í andlitinu og vinna leiki, en þetta er búið að vera hálf erfitt hjá okkur. Vissulega hefur það alltaf einhver áhrif að við misstum sterka leikmenn fyrir tímabilið, en við vissum af því í ágúst og notum það ekki sem afsökun. Það er undir okkur þjálfurunum og leikmönnunum komið að ná því besta fram í liðinu," sagði Óskar. Hann segir undirbúninginn hafa verið erfiðan hjá liðinu í sumar. "Undirbúningurinn var nokkuð erfiður hjá okkur í sumar þar sem mikið af leikmönnum áttu við smávægileg meiðsli að stríða og svo var þessi óvissa með Sigfús. Annars vil ég meina að margir af okkar leikmönnum eigi helling inni. Við eigum inni sóknarlega, markverðirnir eiga inni og svo hafa hraðaupphlaupin ekki verið að ganga nógu vel hjá okkur. Ég taldi okkur vera á réttri leið með þetta en þetta er greinilega ekki orðið nógu gott enn." Valsmenn hafa nú tapað þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni eftir að hafa aðeins tapað fjórum leikjum alla síðustu leiktíð. Óskar hefur ekki stórar áhyggjur af byrjuninni en segir þó að liðið þurfi greinilega að athuga sinn gang.Hlakkar til að mæta GummersbachValsmenn töpuðu fyrir Aftureldingu á heimavelli í gærMynd/Eyþór"Við þurfum bara að fara að gera hlutina betur. Ég hélt að þetta kæmi fyrr hjá okkur en það hefur ekki gerst. Sem betur fer er þetta langt mót og fjórföld umferð svo við þurfum ekkert að fara í panikk, en við þurfum greinilega að bæta okkur. Við höfum átt ágæta spretti í þessum þremur leikjum og eigum að vera með stig, en það þýðir ekkert að tala um það.Ég er nú þannig að ég lít alltaf í eigin barm og ég á auðvitað stærstan hluta af þessu sem þjálfari liðsins. Ég er langt frá því að vera ánægður og þarf að reyna að fá meira út úr liðinu." Óskar segist mjög ánægður með nýja heimavöllinn og fagnar því að fá stórleikinn við Gummersbach í Evrópukeppninni á föstudaginn. "Það er mjög gott að hrista aðeins upp í þessu og fá þetta skemmtilega verkefni. Það er um að gera að fylla kofann á þessum leik og búa til góða stemmingu og ef menn geta ekki haft gaman af því að spila við stórlið eins og þetta verða þeir að finna sér eitthvað annað að gera.Við höfum ekki byrjað vel á nýja heimavellinum en stelpurnar byrja vel þarna og ég held að þetta verði ljónagryfja í framtíðinni. Það er frábært fyrir strákana að spila þarna," sagði Óskar.
Olís-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira