Erlent

Stálhjálmur yfir Chernobyl

Geymsluhólf í Chernobyl.
Geymsluhólf í Chernobyl. MYND/AFP
Yfirvöld í Úkraínu hafa samþykkt að byggð verði risastór stálbygging yfir geislavirkt svæði eftir versta kjarnorkuslys sögunnar í Chernobyl árið 1986. Franskt fyrirtæki hefur verið ráðið til að smíða stálbygginguna sem mun koma í stað molnandi steypubyggingar sem byggð var eftir slysið.

Áætlaður kostnaður við verkið eru tæplega 39 milljarðar íslenskra króna og það mun taka um fimm ár. Alþjóðlegir aðilar kosta bygginguna.

Yfirvöld segja að við verklok verði hafist handa við að taka kjarnakljúfana í sundur.

Viktor Yushchenko fagnar áformunum og segir að nú sé fyrst hægt að horfast í augu við alþjóðasamfélagið og segja að fundin sé lausn á vandanum.

Byggingin verður bogamynduð 190 metra breið og 200 metra löng. Hún mun hylja núverandi byggingu sem hylur kjarnakljúf og geislavirkt eldsneyti. Kjarnakljúfurinn inniheldur enn 95 prósent af upphaflegu geislavirku efni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×