Erlent

Fram með kústinn kerlíng

Óli Tynes skrifar
Æ, ég nenni þessu ekki.
Æ, ég nenni þessu ekki.

Alþjóðleg rannsókn hefur leitt í ljós að kvæntir karlmenn taka umtalsvert minni þátt í húsverkunum en karlmenn sem eru í sambúð. Könnuðir við fylkisháskólann í Norður-Karólínu töluðu við yfir 17 þúsund manns í 28 löndum til þess að komast að þessari niðurstöðu.

Góðu fréttirnar eru þær að munurinn á þáttöku karla og kvenna í húsverkunum hefur minnkað frá sjöunda áratug síðustu aldar. Góðu fréttirnar ? Hmm. Munurinn hefur nefnilega ekki minnkað vegna þess að karlmenn taki meiri þátt í húsverkunum heldur vegna þess að konurnar eyða minni tíma í þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×