Innlent

Fleiri konur vildu reyna aftur

Óli Tynes skrifar
Eiginkonurnar vildu hafa ferðast meira...og með öðrum manni.
Eiginkonurnar vildu hafa ferðast meira...og með öðrum manni.

Næstum helmingi fleiri konur en karlar óska þess að þær hefðu fundið sér annan lífsförunaut, samkvæmt nýrri könnun sem birt hefur verið í Bretlandi. Og það er ekki það eina sem þær iðrast. Konurnar virðast óánægðari en karlmennirnir með næstum alla stóru áfangana í lífi sínu.

Nær fimmta hver bresk eiginkona er óánægð með eiginmann sinn. Ef hún gæti snúið klukkunni til baka myndi hún velja einhvern annan. Oft er hún með einhvern sérstakan annan í huga, gamlan æsku kærasta sem hún nú sér í rósrauðu skini. Hvað eiginmenn snertir er hinsvegar aðeins einn af hverjum tíu óánægður með kellu sína.

En konurnar eru ekki bara óánægðar með eiginmennina. Margar þeirra óska þess einnig að þær hefðu valið sér annað starf. Það sem þær þó iðrast mest er að hafa ekki ferðast meira og upplifað meira áður en þær gengu í hnapphelduna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×