Sölsa undir sig eignir í miðborginni Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 17. ágúst 2007 18:56 Fasteignafélagið Samson Properties með Björgólfsfeðga í fararbroddi sölsar nú undir sig hverja eignina á fætur annarri í miðborginni. Hugmyndir eru uppi um verslunarmiðstöð og íbúðir á svæðum sem félagið hefur eignast, en markmiðið er að efla mannlíf og athafnalíf í miðborginni. Björgólfur Guðmundsson hefur verið talsmaður uppbyggingar í miðborginni um árabil. Nú hefur fasteignafélagið Samson sem er meðal annars í eigu feðganna Björgólfs og Björgólfs Thors, keypt fjölda fasteigna í miðborginni. Meðal eignanna eru nánast öll hús á reit sem markast af Laugavegi, Vitastíg, Hverfisgötu og Barónsstíg, fjöldi húsa á reit sem markast af Laugavegi, Vatnsstíg, Lindargötu og Frakkastíg. Þá hefur félagið hugmyndir um uppbyggingu verbúðanna við Geirsgötu sem eru í eigu hafnarinnar. Björn Ingi Hrafnsson formaður hafnarstjórnar Faxaflóahafna segir fund áformaðan í næstu viku með félaginu. Verbúðarhúsnæðið sé komið til ára sinna og hluti húsnæðisins kunni að þurfa að víkja vegna skipulags. Hann fagnar áhuga einkaaðila að koma að uppbyggingu í miðborginni. Íbúðir og verslunarmiðstöð eru meðal hugmynda um uppbyggingu reitsins við Laugaveg og Barónsstíg. Ásgeir Friðgeirsson talsmaður Björgólfsfeðga segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar, meginmarkmiðið sé að efla mannlíf og athafnalíf og miðborgina í heild sinni. Hann tekur fram að eignir félagsins á Íslandi nemi einungis sjö prósentum af umsvifum þess á alþjóðavísu, en unnið er að svipuðum viðskiptum í nokkrum löndum Evrópu, meðal annars Finnlandi, Króatíu, Spáni, Danmörku og Svíþjóð. Innlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Fasteignafélagið Samson Properties með Björgólfsfeðga í fararbroddi sölsar nú undir sig hverja eignina á fætur annarri í miðborginni. Hugmyndir eru uppi um verslunarmiðstöð og íbúðir á svæðum sem félagið hefur eignast, en markmiðið er að efla mannlíf og athafnalíf í miðborginni. Björgólfur Guðmundsson hefur verið talsmaður uppbyggingar í miðborginni um árabil. Nú hefur fasteignafélagið Samson sem er meðal annars í eigu feðganna Björgólfs og Björgólfs Thors, keypt fjölda fasteigna í miðborginni. Meðal eignanna eru nánast öll hús á reit sem markast af Laugavegi, Vitastíg, Hverfisgötu og Barónsstíg, fjöldi húsa á reit sem markast af Laugavegi, Vatnsstíg, Lindargötu og Frakkastíg. Þá hefur félagið hugmyndir um uppbyggingu verbúðanna við Geirsgötu sem eru í eigu hafnarinnar. Björn Ingi Hrafnsson formaður hafnarstjórnar Faxaflóahafna segir fund áformaðan í næstu viku með félaginu. Verbúðarhúsnæðið sé komið til ára sinna og hluti húsnæðisins kunni að þurfa að víkja vegna skipulags. Hann fagnar áhuga einkaaðila að koma að uppbyggingu í miðborginni. Íbúðir og verslunarmiðstöð eru meðal hugmynda um uppbyggingu reitsins við Laugaveg og Barónsstíg. Ásgeir Friðgeirsson talsmaður Björgólfsfeðga segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar, meginmarkmiðið sé að efla mannlíf og athafnalíf og miðborgina í heild sinni. Hann tekur fram að eignir félagsins á Íslandi nemi einungis sjö prósentum af umsvifum þess á alþjóðavísu, en unnið er að svipuðum viðskiptum í nokkrum löndum Evrópu, meðal annars Finnlandi, Króatíu, Spáni, Danmörku og Svíþjóð.
Innlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira