Bæjarstjóri segir gagnrýni Kársnesbúa óvægna Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 16. ágúst 2007 11:42 Íbúar á Kársnesi í Kópavogi voru ómyrkir í máli í gærkvöldi á fjölmennum fundi með bæjarstjóra um fyrirhuguð byggingaráform á nesinu. Íbúarnir skora á bæjaryfirvöld að falla frá áformunum og koma til móts við vilja íbúa með framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Bæjarstjórinn segir gagnrýni íbúanna jaðra við að vera óvægna, en að hann sé tilbúinn að skoða kröfur þeirra. Það vor troðfullt út úr dyrum í Salnum í Kópavogi í gær þegar íbúasamtökin Betri Byggð stóðu fyrir fundi um þær skipulagsbreytingar sem fyrirhugaðar eru á Kársnesi af hálfu bæjarins. Um fjögur hundruð manns sóttu fundinn og þess var meðal annars krafist að lausn yrði fundin á umferðar- og mengunarmálum. Arna Harðardóttir formaður samtakanna segir mikinn samhug í íbúum. Samtökin skora á bæinn að draga skipulagshugmyndirnar til baka, stækkun hafnarinnar, atvinnuhúsnæði og landfyllingu í tengslum við það. Auk þess verði fallið frá stórfelldri íbúafjölgun og nýjar hugmyndir lagðar fram þegar búið sé að leysa umferðar og mengunarmál Gunnar Birgisson bæjarstjóri var meðal frummælenda á fundinum. Hann sagði að ekki yrði fallið frá byggingu rúmlega tvö hundruð íbúða, en bæjarstjórnin væri tilbúin að skoða kröfur íbúasamtakanna. Hann segir nýjan hafnarkant helst fara í taugarnar á fólki, en hann sé tilbúinn að endurskoða hann og önnur mál. Allir séu þó sammála um að hreinsa þurfi til á Kársnesinu. Íbúar á Kársnesi mótmæla áformunum á táknrænan hátt og hafa sett upp rauða borða við hús sín. Rúmlega tvö hundruð garðar eru nú skreyttir með þessum hætti. Innlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Sjá meira
Íbúar á Kársnesi í Kópavogi voru ómyrkir í máli í gærkvöldi á fjölmennum fundi með bæjarstjóra um fyrirhuguð byggingaráform á nesinu. Íbúarnir skora á bæjaryfirvöld að falla frá áformunum og koma til móts við vilja íbúa með framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Bæjarstjórinn segir gagnrýni íbúanna jaðra við að vera óvægna, en að hann sé tilbúinn að skoða kröfur þeirra. Það vor troðfullt út úr dyrum í Salnum í Kópavogi í gær þegar íbúasamtökin Betri Byggð stóðu fyrir fundi um þær skipulagsbreytingar sem fyrirhugaðar eru á Kársnesi af hálfu bæjarins. Um fjögur hundruð manns sóttu fundinn og þess var meðal annars krafist að lausn yrði fundin á umferðar- og mengunarmálum. Arna Harðardóttir formaður samtakanna segir mikinn samhug í íbúum. Samtökin skora á bæinn að draga skipulagshugmyndirnar til baka, stækkun hafnarinnar, atvinnuhúsnæði og landfyllingu í tengslum við það. Auk þess verði fallið frá stórfelldri íbúafjölgun og nýjar hugmyndir lagðar fram þegar búið sé að leysa umferðar og mengunarmál Gunnar Birgisson bæjarstjóri var meðal frummælenda á fundinum. Hann sagði að ekki yrði fallið frá byggingu rúmlega tvö hundruð íbúða, en bæjarstjórnin væri tilbúin að skoða kröfur íbúasamtakanna. Hann segir nýjan hafnarkant helst fara í taugarnar á fólki, en hann sé tilbúinn að endurskoða hann og önnur mál. Allir séu þó sammála um að hreinsa þurfi til á Kársnesinu. Íbúar á Kársnesi mótmæla áformunum á táknrænan hátt og hafa sett upp rauða borða við hús sín. Rúmlega tvö hundruð garðar eru nú skreyttir með þessum hætti.
Innlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Sjá meira