NATO sagði mikilvægt að reka íslenska loftvarnarkerfið áfram Guðjón Helgason skrifar 15. ágúst 2007 19:02 Atlantshafsbandalagið lagði ofuráherslu á að íslenska loftvarnarkerfið yrði rekið áfram eftir að Bandaríkjamenn gæfu það frá sér. Íslendingar tóku í dag við rekstri fjögurra ratsjárstöðva og reka kerfið áfram sem hluta af evrópska loftvarnarkerfinu. Allur búnaður loftvarnarkerfisins er í eigu Atlantshafsbandalagsins en þar til nú hafa Bandaríkjamenn borgað reksturinn. Því hættu þeir í dag. Kerfið nemur merki frá flugvélum sem fara um lofthelgina og sendir merki til að finna vélar sem vilja ekki láta vita af sér. Í dag er loftvarnarkerfi Bandaríkjamanna virkt og kerfi Atlantshafsbandalagsins. Á milli liggur svo íslenska kerfið. Á fundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi í nóvember í fyrra óskaði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, eftir því að bandalagið tæki að sér eftirlit í íslenskri lofthelgi. Niðurstaða hermálanefndar og fastaráðs NATO var að það yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnarkerfisins. Íslenska kerfið yrði að vera til staðar annars væri tómt mál að tala um loftvarnir. Án þess opnast gat milli loftvarnarkerfis Bandaríkjamanna og Evrópubúa. Þar hefðu vélar geta horfið með auðveldum hætti. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að reka kerfið áfram og innan fárra vikna verður það hluti þess evrópska. Flugsveitir NATO koma til eftirlits á Íslandi minnst fjórum sinnum á ári og sérstakar ráðstafanir gerðar til að bregðast við aðsteðjandi hættu utan þess tíma sem flugsveitir verða á Íslandi. Atlantshafsbandalagið veitir aðstoð vegna viðhalds á mannvirkjum og búnaði og við þjálfun Íslendinga vegna rekstursins. Íslendingar munu nú greina og samþætta upplýsingar úr kerfinu eins og það er orðað, miðla upplýsingum til stjórnstöðvar NATO og dreifa og miðla upplýsingum sem varða almennt flugöryggi og aðra hagsmuni Íslands til stofnana íslenska ríkisins. Það er svo flugsveita NATO þjóða að bregðast við gerist þess þörf. Fréttir Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Atlantshafsbandalagið lagði ofuráherslu á að íslenska loftvarnarkerfið yrði rekið áfram eftir að Bandaríkjamenn gæfu það frá sér. Íslendingar tóku í dag við rekstri fjögurra ratsjárstöðva og reka kerfið áfram sem hluta af evrópska loftvarnarkerfinu. Allur búnaður loftvarnarkerfisins er í eigu Atlantshafsbandalagsins en þar til nú hafa Bandaríkjamenn borgað reksturinn. Því hættu þeir í dag. Kerfið nemur merki frá flugvélum sem fara um lofthelgina og sendir merki til að finna vélar sem vilja ekki láta vita af sér. Í dag er loftvarnarkerfi Bandaríkjamanna virkt og kerfi Atlantshafsbandalagsins. Á milli liggur svo íslenska kerfið. Á fundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi í nóvember í fyrra óskaði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, eftir því að bandalagið tæki að sér eftirlit í íslenskri lofthelgi. Niðurstaða hermálanefndar og fastaráðs NATO var að það yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnarkerfisins. Íslenska kerfið yrði að vera til staðar annars væri tómt mál að tala um loftvarnir. Án þess opnast gat milli loftvarnarkerfis Bandaríkjamanna og Evrópubúa. Þar hefðu vélar geta horfið með auðveldum hætti. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að reka kerfið áfram og innan fárra vikna verður það hluti þess evrópska. Flugsveitir NATO koma til eftirlits á Íslandi minnst fjórum sinnum á ári og sérstakar ráðstafanir gerðar til að bregðast við aðsteðjandi hættu utan þess tíma sem flugsveitir verða á Íslandi. Atlantshafsbandalagið veitir aðstoð vegna viðhalds á mannvirkjum og búnaði og við þjálfun Íslendinga vegna rekstursins. Íslendingar munu nú greina og samþætta upplýsingar úr kerfinu eins og það er orðað, miðla upplýsingum til stjórnstöðvar NATO og dreifa og miðla upplýsingum sem varða almennt flugöryggi og aðra hagsmuni Íslands til stofnana íslenska ríkisins. Það er svo flugsveita NATO þjóða að bregðast við gerist þess þörf.
Fréttir Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira