Innlent

Google auglýsir í Danmörku fyrir Ásbjörn Ólafsson

Óli Tynes skrifar

Svo virðist sem Google leitarvélin sé farin að auglýsa Prins Póló í Danmörku fyrir Ásbjörn Ólafsson ehf. Neðarlega á forsíðu danska blaðsins BT má sjá nafn fyrirtækisins. Þegar smellt er á það kemur upp auglýsing frá Ásbirni Ólafssyni sem hægt er að lesa bæði á Íslensku og ensku. Þar eru ýmsar vörur sem fyrirtækið hefur umboð fyrir. Svosem Knorr, Sonax og auðvitað Prinsinn.

Arnari Ottesen, markaðsstjóra hjá Ásbirni Ólafssyni var skemmt þegar hann frétti af þessu. Hann kvaðst ekki hafa haft hugmynd um þessa auglýsingu fyrr en visir.is spurði um hana. Sér sýndist á umhverfinu að þessi auglýsing kæmi frá Google en hvers vegna Google væri að auglýsa fyrir þá vissi hann ekki.

Arnari fannst þetta hið besta mál og sagði að þeir yrðu nú að spýta í lófana og búa sig undir holskeflu pantana frá Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×