Innlent

Lögreglan á Blönduósi finnur þó nokkuð magn fíkniefna

MYND/365

Fjögur fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi í nótt en sérstakt eftirlit hefur verið með fíkniefnaneytendum og sölumönnum fíkniefna dagana fyrir verslunarmannahelgina.

Mennirnir sem voru handteknir eru á tvítugs og þrítugsaldri. Allir voru þeir með lítilræði til eigin neyslu og var þeim sleppt eftir yfirheyrslur en hald lagt á amfetamín og hass. Þá var einn mannanna kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Í dag var síðan ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Tveir menn voru í bílnum og var ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Mennirnir voru færðir á lögreglustöðina á Blönduósi þar sem leitað var í bifreið þeirra. Við leitina fannst þó nokkuð magn fíkniefna sem talið er að ætlað hafi verið til sölu á Norðurlandi og Austfjörðum. Jafnframt fannst þýfi í bifreiðinni sem er úr innbroti á Selfossi. Annar mannanna er enn í haldi lögreglunnar á Blönduósi en hinum hefur verið sleppt enda er ljóst að hann tengist ekki málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×