Erlent

Raul Castro tilbúinn að opna landið fyrir erlendri fjárfestingu

Raul heldur ræðu sína á Kúbu í dag.
Raul heldur ræðu sína á Kúbu í dag. MYND/AFP

Sitjandi forseti Kúbu, Raul Castro, lofaði í dag því að bæta efnahaginn á Kúbu og bauð viðræður við Bandaríkjastjórn þegar að ríkisstjórn George W. Bush væri farin frá völdum. Í dag var byltingardagur Kúbu en þá er haldið upp á fyrstu árás Fidels Castro á herstöð stjórnarinnar árið 1953.

Fleiri en 100 þúsund manns komu til hátíðahaldanna og sungu „Raul, Raul, Raul!" fyrir og eftir klukkustundarlanga ræðu hans. Í henni kom klárlega í ljós að Raul er bróðirinn sem ræður þessa stundina. Hann sagði laun allt of lág og að landsmenn yrðu að framleiða meiri mat til þess að fæða landa sína. Í þeim tilgangi boðaði hann umbyltingu á landbúnaðarkerfi landsins.

Þá sagði hann landið opið fyrir erlendri fjárfestingu ef hún fæli í sér aukið flæði fjármagns og tækni til landsins.

Raul bauð Bandaríkjastjórn tvisvar sinnum til viðræðna á síðasta ári og var neitað í bæði skiptin. Hann lítur nú til næsta forseta og vonast til þess að sá verði viðræðubetri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×