Erlent

Bloomberg opnar vefsíðun Mike2008.com

Jónas Haraldsson skrifar
Bloomberg sést hér fyrir miðju.
Bloomberg sést hér fyrir miðju. MYND/AP

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, hefur opnað vefsvæðið Mike2008.com en margir telja það benda til þess að hann ætli sér að bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum á næsta ári. Á nýju heimasíðu sína skrifar Bloomberg að þar fái fólk tækifæri til þess að kynnast honum og stefnumálum hans.

Málin takmarkast þó ekki eingöngu við borgarmál heldur ræðir hann málefni sem gætu síðar myndað helstu baráttumál hans á landsvísu ef hann ákveður að bjóða sig fram. 73% borgarbúa í New York segjast sáttir við frammistöðu hans í embætti.

Hann hætti nýverið í repúblikanaflokknum til þess að gerast óháður, en áður en hann gekk til liðs við repúblikana var hann demókrati. Bloomberg á fjármálafyrirtækið og fréttaveituna Bloomberg L.P. og er milljarðamæringur. Hann gæti því hæglega fjármagnað framboð sitt sjálfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×