Erlent

Buxnadómarinn gefst ekki upp

Óli Tynes skrifar
Roy Pearson þótti afskaplega vænt um buxurnar sínar.
Roy Pearson þótti afskaplega vænt um buxurnar sínar.

Roy L. Pearson, bandaríski dómarinn sem krafðist þriggja milljarða króna bóta fyrir buxur sem týndust í fatahreinsun tapaði því máli. Hann er þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og hefur beðið dómarann í málinu að taka það upp aftur, jafnvel þótt brækurnar hafi á endanum fundist.

Pearson telur að dómarinn hafi ekki tekið nægilega til greina skilti í fatahreinsuninni þar sem því var lofað að viðskiptavinirnir yrðu ánægðir. Eigendur hreinsunarinnar, eru kóresk innflytjendahjón sem þurftu að leggja í mikinn lögfræðikostnað vegna þessa máls. Eftir að þau voru sýknuð kröfðust þau þess að Pearson endurgreiddi þeim fjóra og hálfa milljón króna til að standa undir þeim kostnaði.

Upphaflega krafist Pearson tæplega fjögurra milljarða króna í bætur fyrir buxur sínar, en lækkaði þá kröfu þegar á leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×