Erlent

Í eldhúsið með ykkur

Óli Tynes skrifar
Það eru nýir tímar, strákar. Í eldhúsið með ykkur.
Það eru nýir tímar, strákar. Í eldhúsið með ykkur.

Eina leiðin til þess að jafna launamun kynjanna er að karlmenn taki meiri þátt í heimilisstörfunum. Þetta segir atvinnumálastjóri Evrópusambandsins í ákalli til allra karlmanna í aðildarríkjunum. Launamunur kynjanna er þar um 15 prósent.

Árið 1995 var munurinn 17 prósent og Vladimir Spidla segir að það sé alltof hæg þróun. Hann segir að kannanir sýni að karlmenn, hvort sem þeir eru í hlutastarfi eða fullri vinnu leggi aðeins til sjö klukkustundir í heimilisstörfin í viku.

Konur í fullu starfi vinna hinsvegar heimilisstörf í 24 klukkustundir á viku. Og ef þær eru í hlutastarfi vinna þær 35 klukkustundir á viku heimafyrir. Spidla segir að þetta geri að verkum að konur geti enganvegin varið jafn miklum tíma í vinnuframa sinn og karlmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×