Erlent

Hamas samtökin í tengslum við al-Kæda

Óli Tynes skrifar
Hamas hrifsaði öll völd á Gaza í síðasta mánuði.
Hamas hrifsaði öll völd á Gaza í síðasta mánuði.

Utanríkisráðherra Frakklands segir að Hamas samtökin hafi þegar tengsl við al-Kæda og þau tengsl séu ekki til komin vegna þrýstings vestrænna ríkisstjórna á Hamas. Utanríkisráðherra Ítalíu sagði fyrr í vikunni að vesturlönd hefðu rekið Hamas í fangið á al-Kæda.

Bernard Kouchner sagði að það væri mikil einföldun hjá hinum ítalska starfsbróður sínum að halda því fram. Hamas hrifsaði til sín öll völd á Gaza svæðinu í síðasta mánuði og er það nú einangrað. Þangað berst engin aðstoð.

Hinsvegar fer drjúg alþjóðleg aðstoð til Vesturbakkans þar sem Mahmoud Abbas forseti Palestínumanna fer með stjórn. Kouchner sagði að hann væri sammála sínum ítalska vini um að það sé hættulegt að einangra Palestínumenn á Gaza til lengdar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×