Erlent

Öldungadeildin felldi heimflutning frá Írak

Óli Tynes skrifar

Tillaga um að kalla bandaríska hermenn heim frá Írak fyrir apríllok á næsta ári, náði ekki fram að ganga í öldungadeild bandaríska þingsins í dag. Meirihluti þingmanna greiddi að vísu atkvæði með tillögunni en það var ekki nóg. Í öldungadeildinni eru 100 þingsæti og það þurfti 60 atkvæði til að fá tillöguna samþykkta.

Samskonar tillaga hafði þegar verið samþykkt í neðri deild þingsins og Bush forseti var búinn að segja að hann myndi neita að staðfesta hana. Hefði tillaga demokrata náð fram að ganga hefði þurft að hefja heimflutning bandarískra hermanna frá Írak innan fjögurra mánaða.

Umræður um þetta hitamál stóðu í alla nótt og voru þingmenn þreyttir og slæptir þegar atkvæðagreiðslu var loks lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×