Erlent

Kínverjar ráðast á himininn

Óli Tynes skrifar
"Ský, ský burt með þig."
"Ský, ský burt með þig."

Kínverjar leggja ofuráherslu á að allt fari sem best fram þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir þar á næsta ári. Þeir hafa meðal annars áhyggjur af veðrinu því tölur sýna að það eru helmingslíkur á því að það rigni á setningardegi leikanna áttunda ágúst.

Kínverjar ætla því að gera tilraunir með að skjóta rakettum á regnský. Í rakettunum verða efni sem eiga að leysa skýin upp og tryggja sólskin. Ekki eru allir hrifnir af þessu tiltæki en Kínverkum finnst svo mikið í húfi að þeir eigi ekki annarra kosta völ. Tilraunir og æfingar hefjast væntanlega á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×