Innlent

Bæjarstjórn Akureyrar ályktar vegna skerðingar á aflaheimildum á þorski

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Bæjarstjórn Akureyrar ályktaði vegna skerðingar á aflaheimildum á bæjarstjórnarfundi í gær. Bæjarstjórnin lýsir þar yfir þungum áhyggjum af afleiðingum sem skerðingin mun hafa á atvinnulíf í Eyjafirði og á Norðurlandi öllu. Einnig óskar bæjarstjórnin tafarlaust eftir viðræðum við ríkisstjórnina um atvinnumál Eyjafjarðarsvæðisins.

Í ályktuninni hvetur bæjarstjórnin ríkisstjórn Íslands til að ráðast nú þegar í margháttar aðgerðir í Eyjafirði sem munu bæta innviði og hafa jákvæð áhrif á efnahagslíf landshlutans.

Ljóst er að niðurskurðurinn mun hafa mikil áhrif í Eyjafirði því gert er ráð fyrir að heildarafli þorsks muni dragast saman um 8000 tonn á svæðinu. Þegar litið er á tölur fyrir Norðurland eystra kemur fram að sá landshluti er með hæstu aflahlutdeildina í þorski eða um 22,5% og um 74% af afla skipa svæðisins er landað í heimahöfn.

Ályktunin var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×