Erlent

Fullt af leyndarmálum í Washington

Óli Tynes skrifar
"Sorry," það er leyndó.
"Sorry," það er leyndó.

Meira en tuttugu milljón opinber skjöl voru stimpluð leyndarmál í bandarísku stjórnsýslunni á síðasta ári. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað vinnubrögðin og segir menn alltof gjarna á að veifa trúnaðarstimplinum.

Hlutverk úrskurðarnefndarinnar er að hafa eftirlit með opinberri stjórnsýslu og upplýsingagjöf. Nefndin segir að misjafnt sé eftir málaflokkum hvað menn beiti trúnaðarstimplinum oft. Það kemur sjálfsagt einhverjum á óvart að leyniskjölum í varnarmálaráðuneytinu fækkaði um 35 prósent frá fyrra ári.

Hjá Dick Cheney varaforseta fóru leyniskjölin sem tilkynnt voru til úrskurðarnefndarinnar niður í núll árið 2003. Það þýðir þó ekki að engin skjöl hafi verið stimpluð trúnaðarmál hjá varaforsetaembættinu. Skýringin er sú að Cheney komst að þeirri niðurstöðu að embætti hans heyrði ekki undir valdsvið úrskurðarnefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×