Innlent

LSH fær nýjar talstöðvar að gjöf

Lionsklúbburinn Þór hefur fært slysa- og bráðasviði LSH að gjöf fimm nýjar Tetra talstöðvar. Talstöðvarnar leysa af hólmi eldri tæki sem ætluð voru fyrir greiningarsveit LSH.

Þar sem nýju tækin eru létt og meðfærileg er notagildi þeirra mun meira en hinna eldri og nýtast þau við dagleg störf á slysa- og bráðadeild auk þess að koma sér vel við hópslysaviðbúnað. Lykilstjórnendur deildarinnar munu geta notað stöðvarnar til að taka á móti tilkynningum frá sjúkrabifreiðum og þyrlum auk þess sem þeir geta haft samband sín í milli. Lionsklúbbnum voru færðar kærar þakkir fyrir þessar ágætu gjafir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×