Fótbolti

Ayala gengur frá umdeildum samningi við Zaragoza

Ayala snerist hugur á síðustu stundu og er hann nú genginn í raðir Zaragoza
Ayala snerist hugur á síðustu stundu og er hann nú genginn í raðir Zaragoza NordicPhotos/GettyImages

Argentínski varnarjaxlinn Roberto Ayala hefur gengið frá þriggja ára samningi við Real Zaragoza á Spáni, aðeins stuttu eftir að hann skrifaði undir samning við Villarreal. Ayala skrifaði undir við Villarreal fyrir nokkru en ákvað að kaupa sig út úr samningnum og semja heldur við Zaragoza.

Ayala er 34 ára gamall og var fyrirliði Argentínu á Copa America á dögunum. Hann hefur nú ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir 115 landsleiki. Það var Ayala allt annað en ódýrt að fá sig lausan frá Villarreal, því fréttir herma að hann hafi keypt sig út úr samningnum fyrir sex milljónir evra. Hann stóðst læknisskoðun hjá Zaragoza í dag og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Þar mun hann spila við hlið landsa sinna Pablo Aimar, Diego Milito og Andres D´Alessandro og spila í Evrópukeppni félagsliða eftir að Zaragoza tryggði sér óvænt sjötta sætið í deildinni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×