Erlent

Erdogan hótar að hætta í stjórnmálum

Jónas Haraldsson skrifar
Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands.
Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. MYND/AFP

Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, sagði í dag að hann myndi hætta afskiptum af stjórnmálum ef flokkur hans næði ekki að mynda eins flokks stjórn eftir kosningarnar sem verða á sunnudaginn kemur. Skoðanakannanir gefa til kynna að flokkur hans, AK, muni fá nógu mörg atkvæði til þess að ná meirihluta á þingi.

Engu að síður vilja stjórnmálafræðingar ekki útiloka tveggja flokka stjórn. Boða þurfti til kosninga þar sem þingið náði ekki að koma sér saman um forseta.

Stjórnarandstaðan, sem er á móti því að tengja trúmál og stjórnmál, hafnaði öllum tillögum AK flokksins, sem hefur trúarlegan bakgrunn. Úr varð stjórnarkreppa og eina leiðin til þess að leysa hana var að boða til kosninga og vonast báðir aðilar nú eftir umboði almennings til þess að fá sínu framfylgt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×