Erlent

Þungir dómar í barnaþrælkunarmáli í Kína

Yfirvöld í Kína dæmdu í morgun einn mann til dauða og 28 í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að umfangsmiklu barnaþrælkunarmáli. Eigendur, verkstjórar og glæpamenn hjá fyrirtækjunum sem komu að málinu voru þeir sem hlutu dóma. Börnin voru látin herða múrsteina í þartilgerðum ofnum. Þau unnu í 14 til 16 tíma, án launa og fengu oft barsmíðar að degi loknum. Vistarverur þeirra voru litlu betri en fangelsisklefar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×