Innlent

Hundurinn Lúkas er sagður á lífi

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Hundurinn Lúkas er að öllum líkindum á lífi. Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunar á Akureyri, segir að lögreglumenn hafi ásamt eiganda hundsins séð Lúkas fyrir ofan bæinn eftir ábendingar frá vegfaranda.

Þau fundu hundinn og var eigandinn viss um að þarna væri Lúkas á ferð. Hundurinn var mjög styggur og ekki náðu þau til hans, en eigandinn reynir nú að ná honum ásamt vinum og vandamönnum.

Lúkas komst í fréttirnar í lok síðasta mánaðar þegar sögur fóru á kreik um að ungir drengir hefðu sett hann í íþróttatösku og sparkað honum á milli sín þar til hundurinn dó. Ungur drengur var þá opinberlega sakaður um verknaðinn en hann bar af sér allar sakir.

Gunnar segir rannsókn málsins vera í biðstöðu og að ákvörðun um framhald hennar verði tekin á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×