Innlent

Slökktu sinueld á Grundartanga í gærkvöldi

Slökkviliðinu á Akranesi, ásamt björgunarsveitarmönnum þaðan, lögreglunni í Borgarnesi og bændum, sem mættu á vettvang með haugsugur, tókst í gærkvöldi að ráða niðurlögum sinuelda sem blossuðu upp í grennd við álverið á Grundartanga um sex leytið í gærkvöldi.

Gróður er mjög þurr á svæðinu og var í fyrstu óttast að eldurinn kynni að breiðast hratt út, en aðeins brunnu þrír til fjórir hektarar og engar skemmdir urðu á mannvirkjum eða trjágróðri. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×