Innlent

Slökkviliðið notar dælubíla til að verjast ökuníðingum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið að grípa til þess verklags að senda stóra dælubíla á vettvang umferðarslysa. Það er gert til að verja líf og limi sjúkraflutningamanna fyrir tillitslausum ökuníðingum sem eiga leið hjá.

Þess er skemmst að minnast þegar Þráinn Bjarnason lýsti því í kvöldfréttum okkar í gær að hann hafi óttast um líf sitt vegna glannaaksturs, þegar hann var að koma stórslasaðri ungri konu til bjargar í bílflaki hennar eftir harðan árekstur í vetur.

Þráinn var vegfarandi sem brást við aðstæðum en það er atvinna sjúkraflutningamanna að starfa á vettvangi slysa. Þeir upplifa nær daglega lífsreynslu Þráins og hafa orðið að bregðast sérstaklega við vaxandi hættu af tillitsleysi ökumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×