Innlent

Magnús Þór ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra og starfandi borgarritari

Magnús Þór Gylfason, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra til eins árs. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu borgarstjóra þess efnis. Magnús Þór gegnir starfinu í leyfi Kristínar A. Árnadóttur sem utanríkisráðuneytið hefur ráðið til að leiða framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Borgarráð samþykkti einnig að Magnús Þór gegni starfi borgarritara þar til ráðið hefur verið í stöðuna. Umsóknarfrestur um hana hefur verið auglýstur til 28. ágúst nk.

Magnús Þór Gylfason er 33 ára viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hann gegndi starfi skrifstofustjóra og verkefnisstjóra á skrifstofu borgarstjóra síðasta vetur og situr í starfshópi borgarstjóra um bættan rekstur Reykjavíkurborgar. Hann var framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins á árunum 2002 til 2006 og framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 2000 til 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×