Innlent

Leikskólakennsla í skógarlundi

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Leikskólinn Rauðhóll í Norðlingaholti býr svo vel að eiga aðgang að útikennslustofu. Þar fara krakkarnir í leiki, klifur og láta mývarginn hvorki stoppa sig í leik né starfi.

Leikskólabörnin á Rauðhóli koma í Björnslund tvisvar til þrisvar í viku. Hér geta þau klifrað í náttúrulegum og tilbúnum klifurgrindum, æft jafnvægi í köðlum, leikið í leikritum og leyft hugmyndafluginu að taka völdin.

Guðrún Sólveig leikskólastjóri Rauðhóls segir nauðsynlegt að koma reglulega svo börnin læri sjálf á náttúruna með aðstoð kennaranna. þannig upplifi þau náttúruna eins og hún breytist, eins og nú þegar mikið er um mývarg.

Mikið er lagt upp úr sköpun og þegar fréttastofu Stöðvar tvö bar að garði voru kennararnir nýbúnir að leika leikrit fyrir krakkana og börnin létu sitt ekki eftir liggja.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×