Erlent

11 látast í sprengjuárás í Afganistan

Sjálfsmorðssprengjumaður gerði í dag árás á hersveitir NATO í suðurhluta Afganistan og varð 11 almennum borgurum að bana. Þó nokkur börn voru á meðal þeirra látnu. Talið er að allt að 30 manns hafi særst í árásinni. Talsmaður NATO í Kabúl sagði að sjö hermenn hefðu særst í henni.

Nokkurrar óánægju hefur gætt í Afganistan með það hversu margir almennir borgarar láta lífið. Ættbálkahöfðingjar vilja meina að hermenn NATO geri meira af því að vernda sjálfa sig en almenning. Talsmenn NATO segja það af og frá. Þó er algengt að ríki sendi hermenn til Afganistan með ýmsum skilyrðum og oftar en ekki mega þeir hreinlega ekki taka þátt í bardögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×