Erlent

Kínversk yfirvöld taka háttsettan embættismann af lífi

Kínversk yfirvöld tóku í nótt af lífi fyrrum yfirmann Lyfja- og matvælaeftirlits landsins vegna spillingar. Hann var dæmdur fyrir að þiggja mútur frá átta fyrirtækjum. Einnig samþykkti hann fjölmörg lyf gegn peningum, þar á meðal sex sem voru algjörlega gagnslaus.

Þetta var í fyrsta sinn í sjö ár sem svo háttsettur maður innan stjórnvalda í Kína er tekinn af lífi. Talið er að stjórnvöld vilji gera fordæmi úr máli hans. Þá hefur alþjóðlegur þrýstingur á Kína að grípa til aðgerða vegna spillingar verið mikill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×