Erlent

Eiga enn eftir að finna eftirmann Rato

MYND/AFP
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins segjast ekki tilbúnir að tilnefna eftirmann Rodrigo de Rato, forseta Alþjóðagjaldeyrissjóðins (IMF) en þeir funda um málið á morgun. Rato er spænskur og hefur gegnt embættinu síðan 2004 en hann tilkynnti á fimmtudaginn að hann ætlaði að segja af sér vegna persónulegra ástæðna.

Hefðin er að Evrópubúi sé forseti sjóðsins þar sem Bandaríkjamaður er ávallt forseti Alþjóðabankans. Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur þegar tilnefnt fyrrum fjármálaráðherrann Dominique Strauss-Kahn en talið er að Ítalar vilji einnig koma sínum manni að.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×