Innlent

Kaupþing og Glitnir hækka vexti á íbúðarlánum

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Kaupþing hækkaði vexti á nýjum íbúðarlánum í dag um 0,25 prósent og eru vextirnir þá komnir í 5,2 prósent. Þetta var tilkynnt í gær eftir að ljóst var að Seðlabankinn myndi ekki lækka stýrivexti á þessu ári. Glitnir hefur einnig ákveðið að hækka vexti á nýjum verðtryggðum húsnæðislánum um 0,25 prósent, eða upp í 5,2 prósent eins og Kaupþing.

Vextir íbúðalánasjóðs hækkuðu tvívegis í síðasta mánuði, samtals um 0,15 prósent og eru nú 4,8 prósent.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um vaxtahækkun hjá Landsbankanum, en það verður til skoðunar á næstu dögum.

Seðlabankastjóri spáði í gær lækkun krónunnar og varaði við lánum í erlendri mynt. Flestar greiningardeildir spá því hinsvegar að krónan haldist áfram sterk þar sem háir vextir styrki krónuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×